Færeyjar 2024

Egill og Eik gefa út plötuna Lygasögur

Egill og Eik gefa út plötuna Lygasögur

Tónlistarfólkið Egill Andrason og Eik Haraldsdóttir hafa gefið út sína fyrstu plötu saman. Platan ber nafnið Lygasögur og er afrakstur sex ára vinnu.

Í tilefni útgáfu plötunnar héldu Egill og Eik ásamt bandi útgáfutónleika í Freyvangsleikhúsinu í Eyjafirði í gær.

Sjá einnig: Egill og Eik gefa út plötu saman: „Sex ár í vinnslu og sex daga að taka upp“

Egill og Eik vinna bæði að lagagerð, útsetningum og textasmíð. Hafsteinn Davíðsson, Jóhann Þór Bergþórsson og Pétur Smári Víðisson spila undir.

Undanfarna mánuði hafa Egill og Eik staðið að söfnun fyrir útgáfu hljómplötunnar. Þau sömdu dansa, lög og drukku ógeðisdrykki og náðu á endanum að safna um 600 þúsund krónum svo að platan geti orðið að veruleika.

Hlustaðu á plötuna í spilaranum hér að neðan.

UMMÆLI

Sambíó