Gæludýr.is

Ein með öllu og Íslensku sumarleikarnir fóru vel fram

Mynd: Linda Ólafsdóttir

Ein með öllu og Íslensku sumarleikarnir fóru fram á Akureyri um Verslunarmannahelgina. Á föstudaginn var margmenni í miðbæ Akureyrar.

Kirkjutröppuhlaup fór fram með góðum undirtektum sól gladdi mannskapinn fram á kvöld. Hátíðardagskrá í miðbænum vakti mikla lukku þar sem nýjasta stjarna Akureyrar Birkir Blær sló í gegn, ný stofnaða hljómsveitin Volta er greinilega komin til að vera og Páll Óskar tryllti lýðinn.

Laugardagurinn einkenndist af glöðu fólki sem tók þátt í fjölbreyttri dagskrá. Slökkviliðsmenn gengu til góðs og söfnuðu fyrir Sjúkrahúsinu á Akureyrir. Mömmur og möffins voru á sínum stað og var viðburðurinn yndislegur að vanda þar sem safnað er fyrir fæðingardeilinni.

Hátíðardagskrá var á Ráðhústorgi þar sem Greifinn bauð börnum í bæinn. Greta Salóme, Vísinda Villi, Aron Hannes og fleiri kættu börn og fjölskyldur. Kung Fu og 1862 Bistro buðu svo til stórtónleika um kvöldið þar sem Aron Can, Silvía Erla, KK Band og fleiri héldu uppi stuðinu.

Hæfileika keppni unga fólksins fór fram á sunnudag. Þar fengu fulltrúar yngstu kynslóðarinnar að stíga á stóra sviðið og sýna listir sínar.

Townhill og Uphill mót Hjólreiðafélags Akureyrar fór fram fyrir framan fjölda áhorfenda. Bestu fjallahjólarar landsins kepptust við að vera sem fljótastir niður kirkjutröppurnar.

Hátíðinni var svo lokað með Sparitónleikum Einnar með öllu í boði Pepsi Max. Sparitónleikarnir stóðu undir væntingum sem stærsti viðburður hátíðarinnar. Amabadama, 200.000 Naglbítar, Rúnar Eff, Úlfur Úlfur og Ká Aká komu meðal annarra fram áður en hátíðinni var slitið með glæsilegri flugeldasýningu og smábátadiskói á pollinum.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó