NTC netdagar

Ein með öllu verður haldin á Akureyri um Verslunarmannahelgina

Ein með öllu verður haldin á Akureyri um Verslunarmannahelgina

Hátíðin Ein með öllu mun fara fram á Akureyri eftir Verslunarmannahelgina. Þetta staðfestir Halldór Kristinn Harðarson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, í spjalli við Kaffið.is.

Hátíðin mun fara fram dagana 29. júlí til 2. ágúst næstkomandi. Halldór segir að dagskráin verði glæsileg og nóg verði um að vera í bænum þó að hátíðin verði að einhverju leyti með öðru sniði en vanalega.

„Dagskráin verður að einhverju leyti með breyttu sniði þetta árið, samkvæmt aðstæðum en það verður helling af fjöri og nóg í boði. Þar má nefna, colour run, súlnahlaupið, kirkjutröppuhlaup, mömmur og muffins og svo sparitónleikarnir. Núna þarf að vinna hratt og örugglega til að Norðlendingar fái að njóta lífsins um Versló.“

Óvíst var hvort að hátíðin gæti farið fram í ár vegna Covid-19 en vegna jákvæðrar þróunar faraldursins á Íslandi undanfarnar vikur og góðs gengis í bólusetningum hefur verið tekin ákvörðun um að hátíðin fari fram.

„Hátíðin var auðvitað í einhverri hættu en núna er lífið að breytast hægt og rólega á ný og við höldum hátíðina eftir því,“ segir Halldór.

„Við biðjum söluvagna, tónlistarmenn og alla sem vilja koma og vera með á þessari frábæru hátíð að hafa samband á einmedollu@einmedollu.is,“ segir Halldór að lokum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó