Ein úr Þór/KA í æfingahópi A-landsliðsins

Sandra María Jessen

Sandra María Jessen hefur leikið 17 A-landsleiki.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, valdi í dag 30 manna æfingahóp sem mun æfa saman á Akureyri dagana 19-22.janúar næstkomandi. Eru æfingarnar hluti af undirbúningi fyrir EM í Hollandi sem fram fer næsta sumar.

Sandra María Jessen er í hópnum og er hún eini leikmaður Þór/KA í þessu verkefni. Fjórir fyrrum leikmenn Þór/KA eru í hópnum en það eru Akureyringarnir Arna Sif Ásgrímsdóttir og Rakel Hönnudóttir auk Söndru Sigurðardóttur og Katrínar Ásbjörnsdóttur.

Hér að neðan má sjá æfingahópinn í heild sinni. Talan fyrir aftan er fjöldi landsleikja.

Agla María Albertsdóttir (Stjarnan) 0
Andrea Rán Hauksdóttir (Breiðablik) 3
Anna Björk Kristjánsdóttir (Örebro) 27
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur) 10
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik) 19
Berglind Hrund Jónasdóttir (Stjarnan) 1
Dagný Brynjarsdóttir (Portland Thorns) 69
Dóra María Lárusdóttir (Valur) 113
Elín Metta Jensen (Valur) 21
Elísa Viðarsdóttir (Valur) 31
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik) 76
Glódís Perla Viggósdóttir (Eskilstuna) 46
Guðbjörg Gunnarsdóttir (Djurgarden) 45
Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan) 11
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stabæk) 34
Hallbera Guðný Gísladóttir (Djurgarden) 76
Hólmfríður Magnúsdóttir (KR) 110
Hrafnhildur Hauksdóttir (Valur) 3
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan) 15
Katrín Ómarsdóttir (KR) 69
Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur) 112
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur) 28
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik) 75
Sandra María Jessen (Þór/KA) 17
Sandra Sigurðardóttir (Valur) 14
Sara Björk Gunnarsdóttir (Wolfsburg) 98
Sif Atladóttir (Kristianstad) 56
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV) 1
Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik) 2
Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik) 4

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/news/22-12-2016/aefingahopur-landslidsins-agla-maria-valin#ixzz4TaexEXcr


UMMÆLI

Sambíó