Einar Brynjólfsson áfram oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi

Einar Brynjólfsson.

Niðurstöður úr prófkjöri Pírata liggja nú fyrir. Þingmaðurinn Einar Brynjólfsson mun áfram leiða flokkinn í Norðausturkjördæmi. Þá er Guðrún Ágústa Þór­dís­ar­dótt­ir í öðru sæti, líkt og í fyrra. Tvö efstu sæti Pírata í Norðausturkjördæmi eru því óbreytt frá kosningunum 2016.

Aðeins skráðir Píratar gátu tekið þátt í prófkjörinu í Norðausturkjördæmi. Ásamt Einari og Guðrúnu skipa Urður Snæ­dal, Hrafn­dís Bára Ein­ars­dótt­ir og Sæv­ar Þór Hall­dórs­son fimm efstu sæti Pírata í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

Kosið verður 28. október næstkomandi.

Sambíó

UMMÆLI