Einar göngugarpur kemur til byggða í dagMynd: Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

Einar göngugarpur kemur til byggða í dag

Eins og margir lesendur eru eflaust kunnugir um hefur göngugarpurinn Einar Skúlason verið að ganga gömlu póstleiðina milli Seyðisfjarðar og Akureyrar undanfarna daga. Einar lagði af stað þann 4. desember og nú, tíu dögum seinna, kemst hann á áfangastað.

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hefur gefið út tilkynningu þess efnis að allt líti út fyrir að Einar verði kominn að Leirunesti klukkan um það bil 18:00 í dag, fimmtudaginn 14. desember. Mun þar safnast saman hópur fólks og ganga með honum síðustu metrana niður að ráðhústorgi. Vonast Krabbameinsfélagið til þess að sjá sem flesta þar til þess að taka á móti Einari og eru lesendur hvattir til þess að láta sjá sig.

Einar lagði þessa göngu á sig til styrktar Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og hafa nú þegar safnast tæpar 700 þúsund krónur.

Frekari upplýsingar um verkefnið er hægt að finna á Facebook síðu verkefnisins með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI