Einar nýr þingflokksformaður Pírata

Einar Brynjólfsson

Einar Brynjólfsson hefur tekið við af Ástu Guðrúnu Helgadóttir sem þingflokssformaður Pírata. Einar var varaformaður þingflokksins og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi. Ásta Guðrún Helgadóttir hætti í stjórn þingflokksins í gær ásamt Birni Leví Gunnarssyni. Smári McCarthy verður ritari í stað Björns Leví.

Ásta Guðrún tilkynnti á Facebook-síðu sinni að hún hafi ákveðið að stíga til hliðar vegna ágreinings innan þingflokksins um hvert hann væri að stefna. Birgitta Jónsdóttir tekur við stöðu Einars sem varaformaður flokksins.

Í tilkynningu frá þingflokknum segir að þessi breyting hafi verið samþykkt einróma.

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi þingmenn Pírata við upphaf þingfundar í morgun fyrir að víkja af fundi fastanefnda Alþingis til að „ræða forystukrísu“ í þingflokknum. Hvatti hann forseta Alþingis til að ítreka það við formenn þingflokkanna að haga starfi þeirra þannig að það truflaði ekki starfi fastanefndanna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó