Færeyjar 2024

Einn fluttur suður með sjúkraflugi eftir slysið í hoppukastalanum

Einn fluttur suður með sjúkraflugi eftir slysið í hoppukastalanum

Einn hefur verið fluttur suður með sjúkraflugi eftir slysið í hoppukastalanum við Skautasvellið á Akureyri fyrr í dag. Sjö voru fluttir á sjúkrahús en hinir sex eru minna slasaðir og fá aðhlynningu á sjúkrahúsinu á Akureyri.

„Fjöldahjálparstöð hefur verið lokað í dag. Minnt er á hjálparsíma Rauða Krossins 1717. Viðbragðshópur Rauða Krossins verður í húsnæði þeirra að Viðjulundi 2 á Akureyri milli kl. 14 og 15 föstudaginn 2. júlí þangað sem fólk getur leitað aðstoðar,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Lesa meira um málið hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó