Prenthaus

Einn þriðji nemenda við Grunnskóla Fjallabyggðar mætti í skólann í morgun

Frá Ólafsfirði

Aðeins einn þriðji nemenda við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði mætti í skólann í morgun. Vísir.is greinir frá þessu í morgun. Ástæðan er mótmæli foreldra við fyrirætlanir bæjaryfirvalda um að kennsla í yngri deild skólans færist til Siglufjarðar frá og með næsta hausti.

Tilkynnt var um forföll 57 nemenda í morgun en alls stundar 91 nemandi nám í skólanum í Ólafsfirði. Hildur Gyða Ríkharðsdóttir, ein þeirra sem að mótmælunum standa, segir í samtali við Vísi að ekki sé útilokað að börnin verði aftur heima á morgun.

Sambíó

UMMÆLI