Einn úr KA með U19 til Rúmeníu

b-isl

U-19 ára landslið karla í blaki. Mynd: Blaksamband Íslands

Eduardo Herrero Berenguer, þjálfari U-19 ára landsliðs karla í blaki, hefur valið tólf manna hóp sem heldur til Rúmeníu í næstu viku til að taka þátt í Evrópumóti landsliða.

Einn KA-maður er í hópnum en það er Þórarinn Örn Jónsson. Hann er frá Neskaupsstað en gekk til liðs við KA síðastliðið haust.

Mótið fer fram í Ploiesti í Rúmeníu og er Ísland í riðli með Belgíu, Portúgal og Rúmenum en leikið verður dagana 11-16.janúar.

U19 landsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum

Atli Fannar Pétursson, Þróttur Nes
Birkir Eydal, Vestri
Galdur Máni Davíðsson, Þróttur Nes
Hilmir Berg Halldórsson, Afturelding
Kjartan Óli Kristinsson, Vestri
Magni Mar Magnason, Þróttur R/Fylkir
Markús Ingi Matthíasson, HK
Máni Matthíasson, HK
Nökkvi Freyr Halldórsson, HK
Ólafur Örn Thoroddsen, Afturelding
Ríkharður Snæbjörnsson, Brighton
Þórarinn Örn Jónsson, KA

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó