Eins árs afmæli Lemon á Akureyri

Jón Jónsson mætir á svæðið

Laugardaginn 19. maí næstkomandi er eitt ár síðan veitingastaðurinn Lemon opnaði í Glerárgötu á Akureyri. Lemon er skyndibitastaður sem sérhæfir sig í samlokum og ferskum djúsum.

Katrín Ósk Ómarsdóttir segir að viðtökurnar á árinu hafi verið frábærar. Haldið verður upp á afmæli Lemon í vikunni en dagana 17.-19. maí verður 50% afsláttur af matseðli á staðnum.

Á laugardaginn mun tónlistarmaðurinn Jón Jónsson spila á staðnum frá klukkan 11-13. Viðskiptavinir geta tekið þátt í happdrætti með því að skrifa afmæliskveðju en heppinn viðskiptavinur verður dregin á Hvítasunnudag og fær svokallaða „Akureyrar upplifun“ í verðlaun. Akureyrar upplifunin inniheldur hvalaskoðun, hádegismat á Lemon, kvöldmat á Rub 23 og gistingu á Icelandair hótel Akureyri.

Katrín segir að frá opnun Lemon hafi fyrirtækið tekið virkan þátt í bæjarlífinu og meðal annars styrkt Hollvini Sjúkrahússins á Akureyri, Krabbameinsfélagið. Hún segir að spennandi tímar séu framundan hjá Lemon en nýverið hafi verið fjárfest í Lemon vagni sem verður til dæmis heimaleikjum KA í fótbolta og nokkrum viðburðum Þórs og Magna, Mærudögum á Húsavík og Landsmóti Sauðakróks.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó