Einstaklingar fæddir 1992 fyrstir í handahófs bólusetningu á Akureyri

Einstaklingar fæddir 1992 fyrstir í handahófs bólusetningu á Akureyri

Handahófs bólusetningar hefjast á Norðurlandi í vikunni. Dregin hefur verið út mismunandi röð árganga eftir starfsstöðvum og má sjá röðunina hér. Á Akureyri er 1992 fyrsti árgangurinn í röðinni.

Sjá einnig: Bólusetningar í næstu viku – Um 2700 skammtar

„Hve hratt gengur á röðina fer eftir því hversu mikið bóluefni berst og stærð árganga. Linkurinn verður uppfærður vikulega þannig að hægt verður að fylgjast með hve langt röðin er komin á hverjum stað,“ segir í tilkynningu frá HSN.

Á eftir 1992 árganginum á Akureyri kemur árgangur 1981 og svo árgangur 1971. Á Húsavík er 1967 fyrsti árgangurinn, svo 1996 og þriðji er 1984. Á Dalvík er röðin 1974, 1999 og svo 1977. Í Fjallabyggð er 1977 fyrsti árgangurinn, svo 1989 og þar á eftir árgangur 1974.

Á Sauðárkróki eru fyrstu þrír árgangarnir 1980, 1986 og 2002 og á Blönduósi er röðin 1983, 2005 og 1986. Til að sjá árgangana sem koma næst á öllum starfsstöðum má skoða listann í heild sinni hér.

UMMÆLI

Sambíó