Prenthaus

Einstaklingum í einangrun vegna Covid-19 fækkar á Norðurlandi eystra

Einstaklingum í einangrun vegna Covid-19 fækkar á Norðurlandi eystra

Einstaklingum með virkt smit vegna Covid-19 fer nú fækkandi á Norðurlandi eystra samkvæmt nýjum tölum frá Aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi eystra.

Lögreglan á Norðurlandi eystra birti í dag lista yfir einstaklinga í sóttkví og einangrun á svæðinu og hefur einstaklingum í einangrun fækkað um 4 frá tölum lögreglunnar á mánudaginn.

Nú eru 36 einstaklingar í einangrun á svæðinu. 30 á Akureyri, 2 á Mývatni, 2 á Húsavík, 1 á Dalvík og 1 á Siglufirði.

Samkvæmt tölum á covid.is hafa 43 smit verið staðfest á Norðurlandi eystra en nýjar tölur eru væntanlegar klukkan 13 í dag.

Eftirfarandi eru upplýsingar frá Aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi eystra. Ýtið á myndina til að stækka hana. Minnum á Covid.is til að nálgast upplýsingar tengdum þessum faraldri.

Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Miðvikudagur, 8. apríl 2020

UMMÆLI