Eiríkur bæjarstjóri næsti formaður KSÍ?

Eiríkur Björn ásamt Jóni Gnarr

Eiríkur Björn ásamt Jóni Gnarr

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segist í samtali við vefsíðuna Fótbolti.net hafa fengið áskoranir um að bjóða sig fram sem formaður Knattspyrnusambands Íslands. Eiríkur kveðst í sama viðtali enga ákvörðun hafa tekið um það hvort hann bjóði sig fram eða ekki.

„Ég hef verið spurður af aðilum úr knattspyrnuhreyfingunni hvort ég hafi velt formannsstarfinu fyrir mér og hvort ég gæti hugsað mér að bjóða mig fram á næsta ársþingi,“ sagði Eiríkur í samtali við Fótbolta.net í dag.

Árþsingi KSÍ fer fram þann 11. febrúar næstkomandi en nu þegar hafa þeir Björn Einarsson og Guðni Bergsson tilkynnt um framboð sitt framboð.

Annar Akureyringur, Höskuldur Þórhallsson íhugar einnig framboð.

UMMÆLI

Sambíó