Eitt athyglisverðasta húsið á Airbnb er í Eyjafirði – Sjáðu myndirnar

Eitt athyglisverðasta húsið á Airbnb er í Eyjafirði – Sjáðu myndirnar

Hús sem Pétur Haukur leigir út í Vaðlaheiði í gegnum Airbnb rataði á lista Independent yfir sérkennilegustu hús sem eru til leigu í gegnum forritið.

Pétur leigir húsið sem er ansi fallegt út á 118 dollara fyrir nóttina. Húsið er með fallegt útsýni yfir Eyjafjörð og er því lýst sem nútímalegu meistaraverki.

„Risastórir gluggar gefa gestum tækifæri á því að njóta klikkaðs útsýnis til fullnustu,” segir í umfjöllun Independent.

Ásamt húsinu í Vaðlaheiði eru til að mynda flugvél í Frakklandi, tréhús í Ítalíu og lest í Bandaríkjunum nefnd sem sérkennilegir gististaðir sem eru í boði á Airbnb.

Hér að neðan má sjá myndir af íbúðinni. Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri.

 

UMMÆLI

Sambíó