Eitt stærsta augnablik í íþróttasögu Akureyrar

Eitt stærsta augnablik í íþróttasögu Akureyrar

Árið er 2001 og KA spilar í undanúrslitum gegn Aftureldingu á Íslandsmótinu í handbolta, staðan er 23:24 Aftureldingu í vil. Tíminn er að þrotum kominn í framlengingunni, KA á þó aukakast eftir en á vonlausum stað. Fólk er byrjað að labba út, það eru engar líkur á að Guðjón Valur komi boltanum fram hjá veggnum og markverðinum líka. Eitt andartak og boltinn þýtur fram hjá varnarmönnum, lendir í gólfinu og stöngin inn. Áhorfendur tryllast. 

Það þarf vart að taka það fram að Guð­jón Valur var marka­hæstur á vellinum með 13 mörk. Guðjón Valur varð Deildarmeistari með KA árið 2001 en hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins bæði árin 2000 og 2001 auk þess að vera valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar árið 2001.

Eitt stærsta augnablik í íþróttasögu Akureyrar er nú komið á bol sem þú getur eignast og styrkt starfsemi Kaffið.is í leiðinni. Þú getur fundið bolinn á vefverslun okkar með því að smella hér en undanfarið hefur Kaffið hafið samstarf með norðlenskum listamönnum til þess að búa til klæðnað sem getur fjármagnað starfið. Allir ágóði fer í að halda starfi Kaffid.is gangandi. Allur klæðnaður er merktur og hannaður af Prenthaus.is.


UMMÆLI

Sambíó