Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi var ellefu ára strákur fluttur á spítala til aðhlynningar eftir að ekið var á hann í miðbæ Akureyrar. Strákurinn var á rafmagnshlaupahjóli þegar hann var ekinn niður.
Slökkvilið Akureyrar mætti á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og slökkviliði er um minniháttar áverka að ræða og drengurinn lítillega slasaður.
UMMÆLI