Prenthaus

Ekið á hjólreiðamann á Akureyri

Ekið á hjólreiðamann á Akureyri

Í dag varð umferðarslys á Miðhúsabraut við Þórunnarstræti þegar ekið var á hjólreiðamann. Atvikið átti sér stað laust eftir klukkan 14 en hjólreiðarmaðurinn var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.

Þetta kemur fram á Facebook síðu lögreglunnar en þar segir að ekkert sé frekar vitað um ástand hins slasaða að svo stöddu.

Vegfarendur eru beðnir að taka tillit til þess að einhver röskun gæti orðið á umferð í nágrenni vettvangs þar sem unnið er að frekari rannsókn málsins.

UMMÆLI

Sambíó