Prenthaus

Ekkert smit bættist við á Norðurlandi eystra í dag

Ekkert smit bættist við á Norðurlandi eystra í dag

Ekkert nýtt smit bættist við á Norðurlandi eystra á síðastliðnum sólarhring en staðfest smit á svæðinu eru enn 47 samkvæmt nýjustu tölum covid.is sem birtust klukkan 13.

Samkvæmt tölum lögreglunnar á Norðurlandi eystra eru 29 einstaklingar í einangrun í umdæminu í dag og má því gera ráð fyrir því að 18 hafi þegar náð bata.

Á landinu öllu eru smit orðin 1675 en staðfestum smitum fjölgaði um 27 á síðastliðnum sólarhring. 62 hafa þó náð bata síðan frá tölum gærdagsins og er þetta fjórði dagurinn í röð þar sem fleiri ná bata en smitast.

UMMÆLI

Sambíó