Ekki Anda sigraði stuttmyndakeppnina Stulla

Verðlaunahafar. Mynd: Facebook/Ungmennahúsið Rósenborg

Stuttmyndakeppnin Stulli fór fram í Ungmennahúsinu í Rósenborg nú síðastliðinn föstudag. Þema keppninnar í ár var vísindaskáldskapur og hrollvekjur.

Sigurvegararnir að þessu sinni voru þær Ásta, Sara og Jennifer með myndina Ekki anda“. Þær fengu 50.000 kr inneignarnótu í Elko/Byko að launum.

Í flokknum Bjartasta vonin og besta útfærsla á þema voru þær Hera Jóhanna Finnbogadóttir og Elsu Sóley með myndina „The Sound of Silence“ og fengu þær gjafabréf á Greifann að verðmæti 20.000 krónur.

Myndirnar Ekki Anda og The Sound of Silence má sjá í spilurunum hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI