Eldað með Birki bekk – Hrikalegur hakkréttur

Eldað með Birki bekk – Hrikalegur hakkréttur

Sigurbjörn Birkir Björnsson, betur þekktur sem Birkir bekkur er einn vinsælasti snappari landsins en þúsundir manna fylgjast með lífi þessa mikla meistara á degi hverjum. Birkir er ekki bara hrikalega sterkur og duglegur í ræktinni heldur er hann einnig meistarakokkur. Við fengum Birki til að gefa lesendum okkar uppskrift af rétti sem hann kallar „Hrikalegur hakkréttur.“

Innihald 
Hakk – 500 gr.
Túnfiskur – ein dós
Lean Body súkkulaðiprótein – tvær góðar skeiðar
Ostur – tvær til þrjár sneiðar
Rjómi – 1 dl

Aðferð
Hakkið er brúnað á pönnu og kryddað eftir smekk. Túnfisknum bætt við ásamt próteini og osti. Að endingu kemur svo rjómi og allt látið malla á pönnu í nokkrar mínútur, eða þar til osturinn bráðnar.

Þessu er svo skolað niður með ískaldri mysu en að sögn Birkis er hún bæði holl og hrikaleg. Verði ykkur að góðu!


UMMÆLI

Sambíó