Eldur í Becromal

Eldur kom upp í kælitanki í álþynnuverksmiðjunni Becromal á Akureyri í morgun. Frá þessu var greint á ruv.is. Um lítilsháttar atvik var að ræða og var búið að slökkva eldinn þegar slökkvilið mætti á staðinn.

Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á Akureyri hafði kælikerfi ekki virkað sem skildi, en það komst fljótt í samt lag. Slökkvilið, sjúkrabíll og lögregla voru kölluð út en sneru fljótt til baka. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru öryggismál í verksmiðjunni til fyrirmyndar.

UMMÆLI

Sambíó