NTC netdagar

Elín kveður Sundlaug Akureyrar í sumar

Elín kveður Sundlaug Akureyrar í sumar

Elín H. Gísladóttir mun hætta störfum sem forstöðumaður sundlauga Akureyrar í sumar en hún hefur sinnt starfinu síðan árið 2007. Gísli Rúnar Gylfason mun taka við starfinu þegar Elín hættir í sumar.

Elín þakkaði fyrir sig í ræðu sem hún hélt í Hrísey um helgina þegar 60 ára afmæli sundlaugarinnar í Hrísey var fagnað og nýir sauna- og infrarauðir klefar voru formlega teknir í notkun ásamt nýrri útiklukku.

Í ræðu sinni bauð Elín Gísla Rúnar velkominn til starfa. Gísli ávarpaði einnig samkomuna og sagðist hlakka til að takast á við nýtt starf og sinna þeim fjórum starfstöðvum sem sundlaugar Akureyrar reka.

Netsprengja NTC

UMMÆLI

Sambíó