NTC netdagar

Elma Eysteins valin í landsliðið

Elma Eysteinsdóttir

Blakdrottningin Elma Eysteinsdóttir er í 19 manna æfingahópi íslenska landsliðsins sem valinn var í dag. Stór verkefni eru á döfinni hjá landsliðinu í vor, 2. um­ferð heims­meist­ara­móts­ins í Póllandi, Smáþjóðaleikarnir í San Marinó og úr­slit Evr­ópu­móts smáþjóða í Lúxemborg.

Liðið held­ur til Pól­lands þann 21.maí næstkomandi og fer þaðan til San Marínó 29. maí til keppni á Smáþjóðal­eik­un­um. Loka­keppni EM smáþjóða er svo 23.-25. júní í Lúx­em­borg en bú­ast má við að bætt verði í æf­inga­hóp­inn fyr­ir það að því er segir í frétt Morgunblaðsins.

Æfinga­hóp­ur kvenna­landsliðsins

Ásthild­ur Gunn­ars­dótt­ir, Stjörn­unni
Berg­lind Gígja Jóns­dótt­ir, Fort­una Od­en­se
Birta Björns­dótt­ir, HK
Elísa­bet Ein­ars­dótt­ir, HK
Erla Rán Ei­ríks­dótt­ir, Stjörn­unni
Fjóla Rut Svavars­dótt­ir, Aft­ur­eld­ingu
Fríða Sig­urðardótt­ir, HK
Hanna María Friðriks­dótt­ir, HK
Hjör­dís Ei­ríks­dótt­ir, HK
Hug­rún Óskars­dótt­ir, Sviss
Elma Ey­steins­dótt­ir, KA
Jóna Guðlaug Vig­fús­dótt­ir, Öre­bro Volley
Kar­en Björg Gunn­ars­dótt­ir, Aft­ur­eld­ingu
Krist­ín Salín Þór­halls­dótt­ir, Aft­ur­eld­ingu
Lauf­ey Björk Sig­munds­dótt­ir, HK
María Rún Karls­dótt­ir, Þrótt­ur Nes
Rósa Dögg Ægis­dótt­ir, Stjörn­unni
Stein­unn Helga Björgólfs­dótt­ir, HK
Thelma Dögg Grét­ars­dótt­ir, Aft­ur­eld­ingu

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó