Emilía Rós flúði Akureyri vegna áreitni þjálfara síns:„Hvernig má það vera að hér vill enginn tjá sig um málið“

Emilía Rós flúði Akureyri vegna áreitni þjálfara síns:„Hvernig má það vera að hér vill enginn tjá sig um málið“

Emilía Rós Ómarsdóttir listskautari, lýsti áreitni sem hún varð fyrir af hálfu yfirþjálfara síns hjá Skautafélagi Akureyrar fyrir um ári, í helgar­blaði Frétta­blaðsins þann 29. nóvember. Hún segir að hún hafi orðið að flýja Akureyri í kjölfarið þar sem hún hafi engan stuðning fengið frá Skautafélaginu.

Skauta­fé­lagið lýsti hinsvegar yfir stuðningi við þjálfarann og fram­kvæmda­stjóri Í­þrótta- og Ólympíu­sam­bands Ís­lands gerði lítið úr upp­lifun Emilíu. Í framhaldsfrétt Fréttablaðsins vegna málsins kemur fram að enginn hefur enn beðið Emilíu afsökunar.

Sjá einnig: Skautafélag Akureyrar neitar alvarlegum ásökunum á hendur yfirþjálfara: „Það er alveg á hreinu að þjálfarar eiga aldrei að setja iðkendur í svona erfiða aðstæður”

Samtök kvenna í íþróttum sendu í gær frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem sagt er að stjórn Samtaka kvenna hafi alvarlegar áhyggjur af stöðunni og spurt er hvers vegna við séum ekki komin lengra

„Hvernig má það vera að hér vill enginn tjá sig um málið þegar svara er leitað og Emilía stendur enn í baráttunni um réttlæti án baklands íþróttahreyfingarinnar? Öll benda á hvert annað þegar hún leitast við að fá aðstoð við að vinna málið og að auki þarf hún að bíða í óeðlilega langan tíma til að fá svör, svör sem sum hver hafa enn ekki borist, mörgum mánuðum síðar?“ segir meðal annars í tilkynningunni sem má sjá í heild sinni hér að neðan. ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag Akureyrar og Skautasamband Íslands eru hvött til þess að leita úrlausna og bregðast við sem fyrst.

Sambíó

UMMÆLI