Emilíana Torrini kemur fram á Iceland Airwaves á Akureyri

Emilíana Torrini kemur fram á Iceland Airwaves á Akureyri

Fyrstu listamennirnir á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves voru kynntir í dag. Eins og við greindum frá í desember verður hátíðin að hluta til haldin á Akureyri.

Meðal þeirra sem voru kynntir í dag og munu koma fram eru Ásgeir, Emilíana Torrini and The Colorist, Benjamin Clementine, Arab Strap, Emmsjé Gauti, Glowie ofl.

Boðið verður upp á dagskrá á Akureyri í tvo daga á meðan á hátíðinni stendur og í boði verða þrjár gerðir af miðum:
1) Almennur miði, gildir á alla viðburði hátíðarinnar,earlybird 17.900 kr, fullt verð 21.900 kr.
2) Akureyrarmiði, gildir á alla viðburði hátíðarinnar á Akureyri, 8.900 kr.
3) Akureyri + viðbót, gildir á alla viðburði hátíðarinnar á Akureyri og í Reykjavík dagana 4. og 5. nóvember, 14.900 kr.

Af þeim listamönnum sem tilkynntir voru í dag sem einnig koma fram á Akureyri eru Ásgeir, Benjamin Clementine (UK), Emiliana Torrini and the Colorist (IS/BE), Arab Strap (SCO), Emmsjé Gauti, GKR og Xylouris White (GR/AU).

Sambíó

UMMÆLI