beint flug til Færeyja

Emmsjé Gauti frumflytur nýtt lag á Græna Hattinum

Emmsjé Gauti frumflytur nýtt lag á Græna Hattinum

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti mun spila á Græna Hattinum á Akureyri næsta föstudag, 8. júlí. Sama dag mun hann senda frá sér nýtt lag, lagið HVAÐ ER AÐ FRÉTTA?. Emmsjé Gauti ætlar að frumflytja lagið fullklárað á tónleikunum á föstudaginn.

Hann segir að lagið sé sumarsmellur sem sé fullkominn fyrir dansgólfið. Þeir sem eru á leið á tónleikana á Græna Hattinum geta fengið að heyra lagið áður en það kemur út.

Ég er svo peppaður að spila á Græna að mig langar að leyfa fólki að heyra lagið fyrir föstudaginn svo fólk nái að læra viðlagið. Þeir sem kaupa miða á Græna geta sent á mig miðann á instagram eða facebook og ég sendi þeim prívat link á lagið til baka,“ segir Emmsjé Gauti.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 næsta föstudag og miðasala er hafin á tix.is og á graenihatturinn.is.

Sambíó

UMMÆLI