NTC netdagar

Endurnýjaður samningur milli Enor og Aflsins.

Endurnýjaður samningur milli Enor og Aflsins.

Þann 20. ágúst síðastliðinn skrifuðu Sigurbjörg Harðardóttir, verkefnastjóri Aflsins, og Níels Guðmundsson, endurskoðandi hjá Enor, undir áframhaldandi styrktarsamning við Aflið.

„Miklar breytingar hafa orðið á rekstri Aflsins á síðustu árum og hefur stjórn þess lagt mikla áherslu á að auka sífellt þá fagmennsku sem nauðsynlegt er að einkenni starfsemi líkt og þá sem fram fer í Aflinu. Einn liður í því er að utanaðkomandi aðila fari yfir rekstur og bókhald félagsins. Frá því árið 2016 hefur Enor, bókhalds og endurskoðunarfyrirtæki, séð um bókhald og ársreikningsgerð fyrir Aflið, samtökunum að kostnaðarlausu,“ segir í tilkynningu frá Aflinu.

Fjárhagsleg framtíð samtakanna er óljós eins og undanfarin ár og því er stuðningur sem þessi gríðarlega mikilvægur fyrir Aflið og endurspeglar þá áherslu sem er ávallt að leiðarljósi hjá Aflinu að nýta þá fjármuni sem samtökin hafa úr að spila þannig að þeir nýtist sem best í að þjónusta það fólk sem til Aflsins leitar vegna reynslu sinnar af ofbeldi.

Sambíó

UMMÆLI