Endurnýjun umferðarljósa á Glerárgötu

Endurnýjun umferðarljósa á Glerárgötu

Í vikunni verða stigin lokaskref í endurnýjun og breytingum á umferðarljósum Glerárgötu og Þórunnarstrætis og Glerárgötu og Tryggvabrautar. Sett verða upp vinstribeygju ljós.

Á morgun, miðvikudag, verður slökkt á umferðarljósum Glerárgötu og Þórunnarstrætis og hafist handa við nauðsynlegar tengingar. Stefnt er á því að ljósin verða komin í gang að nýju á fimmtudaginn. Um næstu helgi verður unnið í umferðarljósum Glerárgötu og Tryggvabrautar.

Á vef Akureyrarbæjar segir: „Beðist er velvirðingar á óþægindum sem framkvæmdirnar kunna að valda. Ekki er útilokað að einhverjar tafir verði á umferð um gatnamótin þessa daga, en vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi.“

Þar segir enn fremur að vonast sé til þess að breytingarnar stuðli að auknu örgyggi vegfarenda. Undandarið hafi Akureyrarbær lagt mikla áherslu á endurnýjun umferðarljósa. Víða hafi verið skipt um perur í umferðarljósum, hnappa í gangbrautarljósum og stjórntölvur endurnýjaðar.

Efst í fréttinni má sjá mynd af gatnamótunum sem um ræðir en myndin er fengin af vef Akureyrarbæjar.

Sambíó

UMMÆLI