Enginn Fiskidagur í ár

Enginn Fiskidagur í ár

Ekkert verður af Fiskideginum á Dalvík í ár. Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta tuttugu ára afmælshátíð um eitt ár í ljósi ástandsins sem hefur myndast vegna kórónaveirunnar.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við tvö þúsund manns, í það minnsta út ágúst.

Tuttugu ára afmælishátíð Fiskidagsins mun því fara fram sjötta til áttunda ágúst 2021.

„Sam­an för­um við í gegn­um þetta verk­efni sem okk­ur hef­ur verið rétt upp í hend­urn­ar, ver­um áfram ein­beitt og hlýðum þríeyk­inu sem vinn­ur ásamt sínu fólki afar gott starf. Við skul­um muna að tapa aldrei gleðinni. Við kom­um sterk inn að ári og þá knús­umst við og njót­um sam­vista við fólkið okk­ar og gesti,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá stjórn Fiski­dags­ins mikla.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó