Múlaberg

Enginn í einangrun og enginn í sóttkví á Norðurlandi eystra

Enginn í einangrun og enginn í sóttkví á Norðurlandi eystra

Í dag er enginn einstaklingur í einangrun á Norðurlandi eystra samkvæmt covid.is. Undanfarið hafa verið einn til tveir skráðir í einangrun en í gær var einn skráður. Auk þess sem ekkert smit er skráð á svæðinu er enginn heldur skráður í sóttkví.

Smitin sem hafa verið skráð á Norðurlandi eystra tengjast öll landamærunum en síðast greindist innanlands smit á Norðurlandi eystra, sem tengist ekki landamærunum, mánaðarmótin nóvember-desember árið 2020.

Sambíó

UMMÆLI