NTC netdagar

Enn leitað að unglingspilti sem féll í Núpá

Enn leitað að unglingspilti sem féll í Núpá

Unglingspiltur sem féll í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði í gærkvöld er enn ófundinn. Hann var ásamt bónda á staðnum að aðstoða hann við að koma á rafmagni þegar hann varð fyrir krapaskafli og féll í ánna. Bóndinn slapp naumlega. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Sjá einnig: Alvarlegt slys í Sölvadal – Þyrla kölluð til aðstoðar

Tilkynning um atvikið barst um tíuleytið í gærkvöldi og björgunarsveitum og lögreglu á svæðinu var þá gert viðvart. Öllum mannskap var þá beint á staðinn.

Enn sem komið er hefur leitin ekki skilað árangri en á fjórða tug manna var að störfum í nótt. Þeirra á meðal var tíu manna hópur sem er sérhæfður í straumvatnsbjörgun.

Nú hafa verið gerðar frekari ráðstafanir og 20 til 25 manna hópur er lagður af stað á átta bílum frá Blönduósi og Reykjavík. Aðstæður á vettvangi eru sagðar afar erfiðar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó