Enn tapar Akureyri

akureyri

Vandræði Akureyrar í Olís-deild karla í handbolta halda áfram eftir að liðið beið lægri hlut fyrir Aftureldingu í KA-heimilinu í kvöld. Akureyri hefur tapað öllum leikjum sínum í mótinu til þessa og er eina lið deildarinnar sem er stigalaust eftir fjóra leiki.

Akureyri saknaði aðalmarkvarðar síns, Tomas Olason í kvöld en hann meiddist í eins marks tapi gegn ÍBV um síðustu helgi.

Jafnt var á öllum tölum leiksins lengi framan af og staðan í leikhléi var 11-12, Aftureldingu í hag. Þegar líða tók á síðari hálfleikinn tóku gestirnir úr Mosfellsbæ hinsvegar öll völd á vellinum og unnu að lokum öruggan sex marka sigur, 24-30.

Markaskorarar Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 6, Karolis Stropus 5, Mindaugas Dumcius 4, Sigþór Heimisson 3, Brynjar Hólm Grétarsson 2, Andri Snær Stefánsson 2, Friðrik Svavarsson 2.

Markaskorarar Aftureldingar: Mikk Pinnonen 8, Birkir Benediktsson 4, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Elvar Ásgeirsson 3, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 4, Kristinn Hrannar Bjarkason 3, Guðni Már Kristinsson 2, Jón Heiðar Gunnarsson 1.

Sambíó

UMMÆLI