KIA

Er nóg af útivistarsvæðum á Akureyri?

Hundatjörn í Krossanesborgum. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Annar fundur Akureyrarbæjar um tillögu að nýju aðalskipulagi bæjarins fyrir árin 2018-2030 verður haldinn í Ketilhúsinu, Kaupvangsstræti 8, fimmtudaginn 14. desember kl. 17.00-18.30. Að þessu sinni verður fjallað um útivistarsvæði, græna trefilinn svonefnda, Glerárdal, Hlíðarfjall og grafreiti í Naustaborgum svo eitthvað sé nefnt.

Að lokinni kynningu skipulagsstjóra verður opnað fyrir almennar fyrirspurnir úr sal. Þeir sem hafa áhuga á skipulagsmálum Akureyrarbæjar ættu ekki að láta þennan fund fram hjá sér fara. Allir eru velkomnir.

Frétt um tillögu að nýju aðalskipulagi og ýmis skipulagsgögn af heimasíðu Akureyrarbæjar.

UMMÆLI

Sambíó