Erfiðar aðstæður á Meistaramótinu í dag – Kolbeinn var fljótastur

Erfiðar aðstæður á Meistaramótinu í dag – Kolbeinn var fljótastur

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum var haldið á Akureyri um helgina og lauk í dag. Veðuraðstæður voru erfiðar í dag og snjóaði til að mynda á tímapunkti.

Sjá einnig: Keppendur UFA og KFA stóðu sig vel á Meistaramótinu á Akureyri – Glódís Edda vann þrjú gull

Þrátt fyrir það var nóg um að vera. Akureyringurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson sem keppir fyrir FH var fljótastur í 100 metra hlaupi karla þegar að hann hljóp á 10,89 sekúndum. Það er hans besti tími á árinu og var þetta þriðja gull Kolbeins á mótinu.

ÍR bar sigur úr býtum í heildarstigakeppninni á Meistaramótinu. ÍR-ingar hlutu 79 stig í heildina, næst komu FH-ingar með 53 stig og Blikar í þriðja sæti með 24 stig. 

Öll úrslit mótsins má finna á vef Frjálsíþróttasambands Íslands með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI