Erill hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í dag

Erill hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í dag

Það var talsverður erill hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í dag en frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar.

Þar segir að um klukkan 11:45 hafi borist tilkynning um ökumann í Hrísey sem hefði fallið af dráttarvél og orðið fyrir henni og væri slasaður eftir. Heppilega vildi til að í eyjunni var læknir og var sjúkabifreiðin ræst út. Hinn slasaði var fluttur með ferjunni í land og var síðan fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Akureyri. Ekki er vitað um líðan hins slasaða en talið er að meiðslin gætu verið meiriháttar. Orsök slyssins er talin vera sú að dráttarvélinni hafi verið ekið á trjádrumb sem var á veginum með þeim afleiðingum að hinn slasaði féll af dráttarvélinni. Talið er að hinn slasaði hafi lent undir dráttarvélinni.

Á svipuðum tíma barst tilkynning um eld í húsi í Síðuhverfinu á Akureyri en í ljós kom að kviknað hafði í mat á pönnu sem hafði staðið á eldavélinni. Þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði var engan eld að sjá en talsverður reykur var í íbúðinni og þurfti slökkvilið að reykræsta íbúðina. Tveir íbúar voru fluttir á sjúkrahúsið vegna gruns um reykeitrun.

Um klukkustund síðar var tilkynnt um umferðaróhapp sem hafði orðið á gatnamótum Austursíðu og Bugðusíðu en þar var bifreið verið ekið í veg fyrir aðra bifreið. Loftpúðar höfðu sprungið út í annarri bifreiðinni. Í bifreiðunum voru tvær fjölskyldur, samtals 9 manns. Meiðsl eru talin minniháttar og var önnur bifreiðin fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó