Erla Björnsdóttir ráðin mannauðsstjóri við Sjúkrahúsið á Akureyri

Erla Björnsdóttir ráðin mannauðsstjóri við Sjúkrahúsið á Akureyri

Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri hefur ráðið Erlu Björnsdóttur í starf mannauðsstjóra við Sjúkrahúsið á Akureyri. Starf mannauðsstjóra við Sjúkrahúsið á Akureyri var auglýst þann 24. nóvember sl. og voru sjö umsækjendur um starfið. Umsóknir fóru í gegnum ráðningarþjónustuna Mögnum.

Erla hefur góða og fjölþætta þekkingu á sviði mannauðsstjórnunar sem og fjölbreytta og áralanga reynslu á sviði heilbrigðisþjónustu. Hún hefur frá árinu 2018 starfað sem mannauðsráðgjafi við Sjúkrahúsið á Akureyri og tímabundið gegnt stöðu mannauðsstjóra. Erla hefur einnig unnið sem verkefnastjóri á sjúkrahúsinu, hjá Embætti Landlæknis auk þess sem hún stýrði innleiðingu á betri vinnutíma vaktavinnufólks og fór með verkefnastjórn og upplýsingagjöf í tengslum við viðbragðsstjórn vegna Covid-19.

Erla hefur BS gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri og MS-MLM gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst, ásamt því að hafa sótt sí- og endurmenntun á sviði mannauðsmála, gæðamála, upplýsingatækni og heilbrigðisþjónustu.

Sambíó

UMMÆLI