Prenthaus

Erla og Valmar senda frá sér Jólakveðju úr Eyjafirði

Erla og Valmar senda frá sér Jólakveðju úr Eyjafirði

Tónlistarfólkið Erla Dóra Vogler og Valmar Vaeljaots sendi á dögunum frá sér nýtt jólalag, Jólakveðju úr Eyjafirði.

Valmar Väljaots fæddist í Tallin, Eistlandi, og byrjaði snemma að spila tónlist. Hann útskrifaðist sem víóluleikari og kennari frá The Estonian Academy of Music and Theatre í Tallin árið 1994. Sama ár flutti hann til Íslands og hefur síðan þá búið og starfað á mörgum stöðum á Norðurlandi eins og Húsavík, Laugum, Mývatni og nú Akureyri. Valmar hefur verið áberandi í tónlistarlífinu hér í bæ undanfarin ár.

Erla Dóra Vogler söngkona kemur frá Austurlandi, en á ættir að rekja til Akureyrar og flutti hingað fyrir tveimur árum síðan. Erla hefur sungið síðan hún man eftir sér og útskrifaðist sem klassískur söngvari frá The University of Music and Performing Arts í Vín, Austurríki. Síðan hún sneri aftur heim hefur hún sungið dægurlög og klassík jöfnum höndum og komið fram sem einsöngvari með kórum, hljómsveitum og einleikshljóðfærum, sjálfstætt og í ýmsum tónlistarröðum.

Sambíó

UMMÆLI