Ert þú góður penni?

Cup of coffee and blank diary with a pencil on a wooden table

Kaffinu hefur tekist á einum og hálfum mánuði, frá stofnun vefsins, að verða mest lesni vefmiðill á Norðurlandi og stefnum hærra með hverjum deginum sem líður. Við höfum verið að birta fréttir, pistla, afþreyingarefni og fleira en leitum alltaf eftir einhverju nýju og fersku. Að því sögðu þá höfum við áhuga að fá ýmis konar aðsent efni.

Ef að það leynist penni innra með þér eða eitthvað brennur sérstaklega á þér um málefni líðandi stundar, komandi stundar eða liðinnar stundar, þá skaltu ekki hika við að senda á okkur fyrirspurn. Hvort sem um er að ræða frétt, afþreyingarefni, pistil eða annað sem þér dettur í hug getur þú sent það á kaffid@kaffid.is eða hafa samband á Facebook síðunni okkar.

Við tökum allt efni til greina en það verður yfirfarið fyrir birtingu til þess að það mæti okkar siðareglum og viðmiðum. Eigin skoðanir í formi pistla eru sérstaklega vel þegnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó