Prenthaus

Eru að ná tökum á eldinum í Hrísey

Eru að ná tökum á eldinum í Hrísey

Ólaf­ur Stef­áns­son, slökkviliðsstjóri á Ak­ur­eyri, segir að slökkviliðið sé að ná tökum á eldinum sem kom upp í frystihúsí í Hrísey snemma í morgun. Eldurinn barst í nær­liggj­andi iðnaðar­hús en slökkviliðinu tókst að slökkva þann eld. Þetta kemur fram á mbl.is.

Þar er haft eftir Ólafi að á síðasta hálf­tím­an­um eða svo hafi tek­ist að stöðva út­breiðslu elds­ins og að nú sé unnið að því að slá á meng­un og slökkva þá elda sem enn loga.

Íbúar eru þó áfram beðnir um að hafa alla glugga lokaða og auka kyndingu í íbúðum sínum þar sem mikill reykur og mengun er enn á svæðinu.

UMMÆLI