Erum við ekki öll listafólk? Kjósum við geymili eða heimili?

Erum við ekki öll listafólk? Kjósum við geymili eða heimili?

Ásgeir Ólafsson Lie skrifar

Burn – out (ofkeyrsla) er hugtak sem er orðið þekkt á Íslandi því miður. Ofkeyrsla er ekki jafn þekkt fyrirbæri í öðrum þjóðfélögum.

Af hverju ekki?

Við búum á stað sem okkur þykir vænt um. Yndislegu Akureyri.

Hér er rekið heilsteypt bæjarfélag með alls kyns vaxandi fyrirtækjum sem vakna og sofna dag hvern.  En viljum við að fólkið okkar dragi andann eins og fyrirtækin gera? Í hljóði og líflaus?

Eða viljum við hlúa að þeim og leyfa fyrirtækjunum að vera fyrirtæki í friði?

Við getum ekki verið rekin eins og þau.  Það er ekki hægt að ætla að taka heilt bæjarfélag fyrir, fólkið sem þar býr,  og hugsa rekstur einungis útfrá fyrirtækjum og engu öðru.  

Án fólksins eru engin fyrirtæki.

Berlín setur grænt svæði á alla nýja reiti sem þeir byggja á.  Af hverju? Af því að þeir vilja að fólkið sitt sé tengt náttúrunni og þeim sjálfum.  Þannig skapast síður ofkeyrsla.  Að þau eigi sitt heimili sem þau njóta að vera í milli þess sem þau stunda vinnu. 

Hvað er heimili? Fyrir okkur er heimili okkar Akureyri og húsið og staðurinn sem við kjósum að búa í og á.  

Þess vegna á fólk rétt á að mótmæla risastórum háhýsum sem á að raða í kringum þau þar sem þau hafa búið lengi. Þess vegna vill fólkið sem þar býr halda grænu svæðunum sínum svo það sé í tengingu við sjálft sig.

Hvernig getum við þá byggt, gæti einhver spurt?

Spyrjum Berlín. Hvernig getur Berlín byggt?

Listin að lifa. Við erum öll listafólk. Við kunnum að lifa og vitum hvernig á að gera það. Þeir sem mæta til vinnu og fara svo ,,heim“ í einhverja geymslu (geymili) milli vakta geta alveg eins flutt til New York? Eða hvað… þar eru meira að segja græn svæði?  

Af hverju ætlum við að taka grænu svæðin úr fallega bænum okkar og byggja þétt og hátt?

Það er þannig sem grænu svæðin hverfa.

Meira af grænum svæðum.

Göngum jafnvel lengra. Byggjum heilt hverfi fyrir fólk sem langar að búa með dýrum. Af hverju byggjum við ekki þannig?

Leyfum fólkinu í bænum að ráða.

Skráðu þig á ,,Íbúar á Akureyri- spjall“  á Facebook og taktu þátt í framtíðar umræðu um það HVERNIG við byggjum upp bæinn OKKAR, en ekki bæinn ÞEIRRA.

Hvort kýst þú á laugardaginn?

Geymili eða heimili?

Kjósum með hjartanu.

Ásgeir Ólafsson Lie skipar 2. sæti hjá Kattaframboðinu á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI