Erwin opnar í Hofi

Erwin opnar í Hofi

Myndlistarmaðurinn  Erwin van der Werve opnar myndlistarsýningu sína í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 29. febrúar. Erwin er hrifinn af spennunni sem hlutir og efni mynda í afmörkuðu rými; Hvernig þau ákveða rýmið og skapa samsetningu eða afstöðu, eins og dansarar á sviði gera.

„Málverk fyrir mér er frábær, eða kannski besti miðillinn, til að rannsaka þessa spennu milli hluta, þar sem málverk getur litið á sviðsmynd út frá ákveðnu sjónarhorni og óneitanlega snýst málverkið mikið um afmörkun/afstöðu/samsetningu og að skapa rými,“ segir Erwin sem kom fyrst til Íslands í skiptinámi við LHÍ í Reykjavík frá Willem de Kooning listaháskólanum í Rotterdam.

Erwin hefur búið og starfað í Hollandi, Noregi og á Íslandi, og hefur sýnt í Evrópu og Kína. Heimasíða hans er www.erwinvanderwerve.nl Opnunin er klukkan 16 og eru allir velkomnir.

UMMÆLI