Prenthaus

Espihóll fyrirmyndarbú LK í ár

Espihóll í Eyjafjarðarsveit. Mynd af vef Landssambands kúabænda.

Espihóll í Eyjafjarðarsveit hlaut viðurkenningu sem fyrirmyndarbú ársins á árshátíð Landssambands kúabænda sem fram fór síðastliðinn laugardag.

Espihóll er rekið af bræðrunum Kristni V. og Jóhannesi Æ. Jónssonum, ásamt konum þeirra Ástu G. Sveinsdóttur og Sigurlaugu Björnsdóttur.

60,6 árskýr eru á búinu og meðalnyt voru 8.206 kg á árinu 2016 sem var það þriðja hæsta á landinu að því er segir á vef sambandsins.

Þar segir einnig að búið sé til fyrirmyndar í hvívetna og sé þátttakandi í félags- og ræktunarstarfi svo eftir sé tekið.

UMMÆLI

Sambíó