Espressobarinn og Skyr600 opnar á Glerártorgi á laugardaginn

Espressobarinn og Skyr600 opnar á Glerártorgi á laugardaginn

Espressobarinn og Skyr600 opnar á Glerártorgi á Akureyri næsta laugardag. Stofnendur kaffihússins eru Guðmundur Ómarsson, Karen Halldórsdóttir, María Hólmgrímsdóttir og Pálmi Hrafn Tryggvason. Þau hafa undanfarið staðið í ströngu við hönnun og útfærslu á þessu nútímalega kaffihúsi þar sem gestum mun meðal annars standa til boða að skoða rafræna matseðla og gera pantanir og greiða í gegnum farsíma.

Staðurinn mun bjóða upp á kaffi frá Te og Kaffi og einnig verður Skyr barinn í samstarfi við Örnu og mun vinna með laktósafríar vörur. Bjartur Hollanders, kaffibarþjónn, sér um Espressobarinn. Boðið verður upp á beyglur sem eru bakaðar af strákunum í Brauðgerðarhúsi Akureyrar í Sunnuhlíð.

Staðurinn opnar klukkan 12 á laugardaginn, 20. nóvember og verður opið til klukkan 17. Á opnunardaginn fá allir frítt gos með keyptum beyglum af matseðli. Fyrstu 10 sem mæta á opnunardaginn fá frítt boozt.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó