Færeyjar 2024

Eva Ruza og Bragi Guðmunds sjá um fjörið í Litahlaupinu á AkureyriEva Ruza

Eva Ruza og Bragi Guðmunds sjá um fjörið í Litahlaupinu á Akureyri

Um verslunarmannahelgina mun The Color Run fara fram á Akureyri í þriðja sinn. Litahlaupið hefur tvívegis verið haldið í bænum, árin 2017 og 2018 og hafa yfir þrjú þúsund þátttakendur mætt á viðburðinn. Það má því gera ráð fyrir því að Akureyri verði ansi litrík sunnudaginn 1. ágúst en þá fer hlaupið fram.

Litahlaupið er 5km skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem þátttakendur eru litaðir með litapúðri á hlaupaleiðinni og við endamarkið verður síðan mikil fjölskylduskemmtun með litabombum. Í ár verður einnig boðið upp á 3km hlaupaleið fyrir þá sem kjósa að fara styttri vegalengd án þess að missa af allri litadýrðinni.

Ólíkt flestum öðrum hlaupum snýst The Color Run ekki um að koma í mark á sem skemmstum tíma heldur að njóta upplifunar litahlaupsins. Þátttakendur byrja hlaupið í hvítum bol en verða í öllum regnbogans litum þegar komið er í endamarkið. Rás- og endamark hlaupsins verður við stóra sviðið á túninu fyrir neðan Leikfélag Akureyrar og mun upphitun hefjast kl. 15.00 og hlaupið ræst kl. 16.00.

Stuðinu verður stjórnað af skemmtikraftinum og samfélagsmiðlastjörnunni Evu Ruzu og Bragi Guðmundsson mun sjá um partýtónlistina í upphituninni og í litabombupartýinu eftir hlaup. Miðasala fer fram á tix.is/colorrun og borgar sig að tryggja sér miða í tíma því miðaverð fer hækkandi eftir því sem nær dregur viðburði.

Þessi færsla er kostuð. Smelltu hér til þess að kynna þér auglýsingatilboð á Kaffinu.

UMMÆLI

Sambíó