Færeyjar 2024

Eyða skóladeginum í uppblásinni sundlaug

Góðgerðavika Menntaskólans á Akureyri er nú í fullum gangi. Nemendur skólans standa að allskonar viðburðum með það að markmiði að safna pening til styrktar Aflsins, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Þetta er í annað skipti sem góðgerðarvikan er haldin en í fyrra styrkti nemendafélagið Geðdeild SAk um rúma milljón króna.

Í dag munu tveir nemendur skólans eyða heilum skóladegi í uppblásinni sundlaug. Þeir Gísli Laufeyjarson Höskuldson og Gunnar Freyr Þórarinsson hafa komið sér vel fyrir í sundlauginni. Sýnt verður beint frá athæfinu á Facebook en myndbandið má sjá hér að neðan.

Strákarnir hétu því að fara í sundlaugina þegar söfnun skólans myndi ná 350 þúsund krónum sem gerðist fyrr í dag.

Þá mun Stefanía Sigurdís Ingólfsdóttir eyða skóladeginum með því að labba einungis aftur á bak. Þorbjörg Una Hafsteinsdóttir verður með límband fyrir munninum og Jón Ingvi Ingimundarson verður í hælaskóm.

Markmið skólafélagsins er að safna 1.000.000 kr.- fyrir Aflið. Til þess að styrkja málefnið er hægt að leggja inn á eftirfarandi reikning: Kt. 470997-2229 og Reikningsnúmer: 0162-05-261521.

Sambíó

UMMÆLI