„Eyðilagði margar tökur með því að fara að hlæja“

„Eyðilagði margar tökur með því að fara að hlæja“

Grenvíkingurinn Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir var á meðal þeirra sem skrifuðu Áramótaskaupið í ár. Karen lék einnig í Skaupinu í ár og í því atriði sem hefur slegið hvað mest í gegn, með Fóstbræðrum á leikskólanum.

Karen segir að það hafi verið algjör draumur að gera Skaup, hvað þá að skrifa ofan í Fóstbæður og fá að leika með þeim.

„En þetta var ekki auðvelt og ég eyðilagði margar tökur með því að fara að hlæja,“ skrifar Karen á samfélagsmiðlum þar sem hún birtir einnig myndbönd úr tökum á Skaupinu þar sem hún getur ekki haldið aftur hlátrinum.

UMMÆLI

Sambíó