Múlaberg

Eyfirski safnadagurinn í dag – Frítt inn á 15 söfnMynd: Iðnaðarsafnið.

Eyfirski safnadagurinn í dag – Frítt inn á 15 söfn

Eyfirski safnadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, sunnudaginn 12. september. Fimmtán söfn taka þátt að þessu sinni og frítt er inn á þau öll. Venjulega er Eyfirski safnadagurinn haldinn á sumardaginn fyrsta, en vegna fjöldatakmarkana var honum frestað til haustsins. Á hverju ári er nýtt þema fyrir safnadaginn og í ár er það einmitt haustið sem lögð verður áhersla á.

Eyfirski safnadagurinn hefur verið haldinn frá því 2007, að síðasta ári undanskildu, og hefur alltaf verið mjög vel sóttur.

Söfnin sem um ræðir spanna svæðið frá Siglufirði til Grenivíkur og flóran er fjölbreytt. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og nýtt tækifærið til að fara á söfn sem setið hefur á hakanum að heimsækja.

Sambíó

UMMÆLI