Tónlistarhátíðin Eyrarrokk haldin þriðja árið í röð 

Tónlistarhátíðin Eyrarrokk haldin þriðja árið í röð 

Tónlistarhátíðin Eyrarrok verður haldin þriðja árið í röð á Verkstæðinu Strandgötu 53 á Akureyri helgina 6. og 7. október næstkomandi. Hátíðin hefur vaxið með hverju ári og er upptalning hljómsveita sem fram koma þetta árið ótrúlega vegleg.

Sem fyrr eru það Helgi Gunnlaugsson á Verkstæðinu ásamt þeim Rögnvaldi Rögvaldssyni og Sumarliða Helgasyni (kennda við Hvanndal) sem standa fyrir hátíðinni en verkefnið er eingöngu byggt á hugsjónarstarfsemi þeirra félaga sem fannst vanta alvöru rokktónlistarhátíð á Akureyri með hljómsveitum sem myndu annars sjaldan heimsækja bæinn einar og sér. 

Um er að ræða tveggja kvölda tónlistarhátíð föstudagskvöldið 6. okt og laugardagskvöldið 7. október. Fram koma 14 hljómsveitir í ár og eru þær: 

Langi Seli og Skuggarnir, Fræbbblarnir, GG Blús, Celebs, Exit, Rock Paper Sisters, Deep Jimi and the Zep creams, Sóðaskapur, Múr, Leður, Magni, Thingtak, Trúboðarnir og Miðnes. 

Miðasala sem fram fer á tix.is fer vel af stað en sérstök tilboð eru í gangi á helgarpössum til 1. september. 

UMMÆLI

Sambíó