Eyþing óskaði eftir leynd um dómsátt sem kostaði á fjórða tug milljóna

Eyþing óskaði eftir leynd um dómsátt sem kostaði á fjórða tug milljóna

Pétur Þór Jónasson, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Eyþings fékk tæp­lega 15 millj­ón­ir króna í bæt­ur fyr­ir það sem hann taldi ólög­mæta upp­sögn, þegar gerð var dómsátt í máli hans. Þetta kemur fram Í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir að uppsögnin hafi kostað sveitarfélög innan Eyþings á fjórða tug milljóna í heild. Inni í því er kostnaður vegna þess tíma sem Pétri var meinað að mæta til vinnu vegna málsins auk áætlaðs kostnaðar vegna vinnu lögmanns Eyþings. Eyþing eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.

„Ég var kallaður á fund formanns [Hildu Jönu Gísladóttur] og varaformanns [Kristjáns Þórs Magnússonar] Eyþings og ranglega sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu, að því að mér virðist í þeim eina tilgangi að bola mér úr starfi á sem stystum tíma,“ segir Pétur Þór í samtali við Morgunblaðið.

Í frétt Morgunblaðsins segir að Eyþing hafi óskað eft­ir því að trúnaður ríkti um út­gjöld­in og ákv­arðanir yrðu færðar í trúnaðar­mála­bæk­ur sveit­ar­stjórna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó